Fréttir

Nýr kjalvegur styttir leiðina um 50 kílómetra

Norðurvegur ehf. stefnir að lagningu nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd. Hluthafar eru nú þegar um 20 talsins og er um að ræða einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög bæði á Norður- og Suðurlandi, en hlutur KEA er 25%. Stjórn félagsins skipa Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA, Jóhannes Jónsson í Bónus, Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, Kjartan Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Gunnar Þorgeirsson formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi.

Bögglageymsla KEA endurbyggð

Gamla bögglageymslan, sem stendur við Kaupvangsstræti 6, hefur sett mikinn svip á Gilið og þar með bæjarmynd Akureyrar í heila öld.  Húsið var byggt sem sláturhús árið 1907 en auk þess var þar meðal annars rekið mjólkurbú, bögglageymsla, verslun o.fl.  Líkt og með önnur hús í Gilinu var það byggt upp í kringum starfssemi KEA og hefur alla tíð verið í eigu félagsins.

Saga Capital semur við Þekkingu hf.

Saga Capital og Þekking gengu nýverið til samninga um alhliða þjónustu Þekkingar á tölvukerfum Saga Capital. Um er að ræða umfangsmikinn samning sem felur í sér rekstur, viðhald og hýsingu á öllum tölvu-, hugbúnaðar- og stýrikerfum hjá Saga Capital og aðstoð við notendur.

Vefsíða Vikudags opnuð

Föstudaginn 19 janúar var ný vefsíða Vikudags opnuð á vefslóðinni www.vikudagur.is . Vikudagur hefur til þessa ekki verið með sérstaka fréttavefsíðu, en stefnir að því að margfalda þjónustuna við lesendur sína með tilkomu frétta-og upplýsingavefsins. Blaðið og vefurinn munu vinna saman og veita heildstæða fréttaþjónustu þar sem vefur mun fylla upp í skörð sem blaðið skilur eftir og blaðið mun bæta inn í og fullkomna þá mynd sem fram kemur á vefnum.

Stefna fjölgar starfsmönnum

Stefna hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum. Það eru Valur Hauksson og Martha Dís Brandt.Valur er tölvunarfræðingur að mennt og verður að vinna við forritun hjá Stefnu. Martha er einnig tölvunarfræðingur og mun hlutverk hennar vera verkefnastjórnun og kennsla á vefumsjónarkerfi Stefnu, Moya. Valur og Martha eru bæði útskrifuð sem tölvunarfræðingar úr Háskólanum á Akureyri. Í dag starfa fimm tölvunarfræðingar frá HA í Stefnu.

KEA styður Hjálparstarf kirkjunnar

Um helgina stóð yfir söfnun  á Akureyri þar sem fjármunum var safnað til styrktar Hjálparstarfs kirkjunnar.   KEA tók þátt í söfnunni og  færði Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna.

Menntamálaráðherra afhendir styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Menntamálaráðherra,  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhenti í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri.  Að þessu sinni hlutu 22 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 5 milljónir króna.

Hildingur kaupir eignarhlut í Frost

Kælismiðjan Frost ehf. hefur eignast þriðjungs hlut í fyrirtækinu P/f Frost í Færeyjum og hafa félögin samið um náið samstarf í framtíðinni.  Jafnframt hefur Hildingur ehf. keypt sig inn í Fjárfestingarfélagið Sylgju ehf. sem á 20% hlut í Kælismiðjunni Frosti.  Aðrir eigendur Kælismiðjunnar Frosts eru starfsmenn hjá félaginu, sem eiga 60% hlut og Fjárfestingafélagið Fjörður ehf. sem á 20% hlut. 

Samstarfsyfirlýsing KEA og Akureyrarbæjar

KEA og Akureyrarbær hafa staðfest samstarfsyfirlýsingu, sem hefur fyrst og fremst að markmiði að stuðla að uppbyggingu þekkingarþorps á svæði Háskólans á Akureyri.

120 styrkumsóknir bárust í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsti í september eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA.  Auglýst var eftir umsóknum í tveimur flokkum, í flokki almennra styrkja og í flokki þátttökuverkefna.