Fréttir

KEA selur 46% eignarhlut sinn í Norðlenska

Í samræmi við hluthafasamkomlag frá árinu 2004 milli Búsældar og KEA hefur verið gengið frá kaupum Búsældar á öllu hlutafé KEA í Norðlenska matborðinu ehf. eða 45,5% eignarhlut.  

KEA styður hjálparstarf kirkjunnar

KEA hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna. Þetta er fjórða  árið í röð sem KEA réttir Hjálparstarfi kirkjunnar hjálparhönd með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA-hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti.

KEA úthlutar úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.  Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4,4 milljónir króna.

Fimm nýir starfsmenn hjá Saga Capital

Á undanförnum vikum hafa fimm nýir starfsmenn verið ráðnir til starfa hjá Saga Capital fjárfestingabanka. Alls eru 35 manns starfandi hjá bankanum nú en hann tók til starfa fyrir um hálfu ári . Eins og kunnugt er eru höfuðstöðvar bankans á Akureyri  í Gamla barnaskólanum Hafnarstræti 53 en útibú í Reykjavík í Þóroddstöðum við Bústaðaveg.

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.  Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka:

KEA styrkir Þór

KEA og Íþróttafélagið Þór skrifuðu nýverið undir auglýsingar- og styrktarsamning til eins árs. Samningurinn nær til allrar starfssemi félagsins og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður.

KEA kaupir eignarhlut í norsku fasteignafélagi

Fasteignafélagið City Center Properties, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur keypt átta stórar fasteignir í Noregi af norska fasteignafélaginu BSA Kontoreiendom. Um er að ræða sex skrifstofubyggingar og tvær byggingar sem hýsa bæði skrifstofur og vörugeymslur, alls 67 þúsund fermetrar. Sjö bygginganna eru í Osló og ein í Bergen.

Saga KEA í máli og myndum– aðgengileg á netinu

Í júní síðastliðnum sendi KEA frá sér margmiðlunardisk sem hefur að geyma 120 ára sögu félagsins í máli og myndum.  Diskurinn var þá sendur á heimili allra félagsmanna KEA og afhentur Minjasafninu á Akureyri, Iðnaðarsafninu, skólum og öðrum söfnum á svæðinu. Nú hefur efni disksins verið gert aðgengilegt hér í gegnum heimasíðu félagsins.  Hægt er að ferðast um tímaás og skoða, meðal annars, ljósmyndir, upplýsingar um fyrirtæki, deildir og vörur KEA, hápunkta tiltekinna tímabila og lifandi myndefni.

Góð þátttaka í Akureyrarhlaupi KEA

Akureyrarhlaup KEA fór fram á laugardaginn og alls voru þátttakendur í kringum 250. Mikil stemming var á vellinum þegar Jónsi stjórnaði upphitun og tók lagið.  Eftir hlaupin buðu svo Goði, Vífilfell og Greifinn hlaupurum í grill og fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna komu í hlut heppina þátttakenda.  Boðið var upp á fjórar vegalengdir, 3 og 5 km. hlaup án tímatöku og 10 km. og hálft maraþon með tímatöku.  

Akureyri handboltafélag og KEA undirrita styrktarsamning

Á föstudagskvöldið var haldinn opinn kynningarfundur Akureyrar – handboltafélags þar sem leikmenn voru kynntir, fjallað um mótafyrirkomulagið og þjálfarar spáðu í veturinn.  Við þetta tækifæri skrifuðu KEA og Akureyri - handboltafélag undir styrktarsamning sem gerir KEA af einum af bakhjörlum félagsins.