Fréttir

Deildarfundir KEA

Deildarfundir KEA verða haldnir sem hér segir:Deildarfundur Þingeyjardeildar KEAVerður haldinn þriðjudaginn 19. feb kl.16:30 á Veitingastaðnum Sölku HúsavíkDeildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar  KEAVerður haldinn þriðjudaginn 19. feb. kl. 20:00 á ÖngulsstöðumDeildarfundur Vestur-Eyjafjarðardeildar  KEAVerður haldinn miðvikudaginn 20. feb. kl. 16:00 í  Þelamerkurskóla Deildarfundur Út-Eyjafjarðardeildar KEAVerður haldinn miðvikudaginn 20. feb. kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu á DalvíkDeildarfundur Akureyrardeildar KEAVerður haldinn fimmtudaginn 21. feb. kl. 20:00 á Hótel KEA                            Deildarstjórnir

Nýr starfsmaður KEA

KEA hefur ráðið til starfa Sverri Gestsson en hann mun hafa yfirumsjón með fjárfestingum KEA í skráðum verðbréfum og öðrum þróuðum fjármálaafurðum.  Sverrir er 36 ára iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands og  viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst.     

KEA gerir styrktarsamning við Knattspyrnufélag Akureyrar

KEA  og Knattspyrnufélag Akureyrar (KA) hafa gert með sér ítarlegan samstarfssamning, sem tekur til allra deilda KA. Samningurinn, sem gildir til 31. desember 2008, var undirritaður á 80 ára afmælisdegi KA 8. janúar sl. Á samningstímanum er KEA einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnufélags Akureyrar.

Akur selur hlut sinn í Stefnu

Eignarhaldsfélagið Akur sem KEA á 50% eignarhlut í hefur selt öll hlutabréf sín í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu.  Kaupendur eru starfsmenn auk annarra fjárfesta.  Akur keypti félagið fyrir um 2 árum síðan og hefur rekstur félagsins breyst mikið til batnaðar síðan þá.  Stefna er sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki með megináherslu á netlausnir s.s. vefsíðugerð.

KEA selur 46% eignarhlut sinn í Norðlenska

Í samræmi við hluthafasamkomlag frá árinu 2004 milli Búsældar og KEA hefur verið gengið frá kaupum Búsældar á öllu hlutafé KEA í Norðlenska matborðinu ehf. eða 45,5% eignarhlut.  

KEA styður hjálparstarf kirkjunnar

KEA hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna. Þetta er fjórða  árið í röð sem KEA réttir Hjálparstarfi kirkjunnar hjálparhönd með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA-hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti.

KEA úthlutar úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.  Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4,4 milljónir króna.

Fimm nýir starfsmenn hjá Saga Capital

Á undanförnum vikum hafa fimm nýir starfsmenn verið ráðnir til starfa hjá Saga Capital fjárfestingabanka. Alls eru 35 manns starfandi hjá bankanum nú en hann tók til starfa fyrir um hálfu ári . Eins og kunnugt er eru höfuðstöðvar bankans á Akureyri  í Gamla barnaskólanum Hafnarstræti 53 en útibú í Reykjavík í Þóroddstöðum við Bústaðaveg.

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.  Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka:

KEA styrkir Þór

KEA og Íþróttafélagið Þór skrifuðu nýverið undir auglýsingar- og styrktarsamning til eins árs. Samningurinn nær til allrar starfssemi félagsins og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður.