Fréttir

Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Nítján einstaklingar og félagasamtök tóku á móti styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA í dag, Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti styrkina.

KEA styrkir Hjálparstarf Kirkjunnar

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í dag Hjálparstarfi kirkjunnar á Akureyri 250 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til kaupa á matvælum til styrktar skjólstæðingum hjálparstarfsins.

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun tekur til tveggja flokka.

Nýir samstarfsaðilar KEA kortsins

KEA hefur gert samkomulag við nýja samstarfsaðila, sem eru nú að veita afslátt gegn framvísun KEA-kortsins.

Vegna kaupa KEA á stofnbréfum í SPSH

KEA og Sparisjóður Höfðhverfinga gerðu með sér samkomulag fyrr á árinu að KEA myndi kaupa stofnbréf í sparisjóðnum.Málið hefur verið í stöðugri vinnslu síðan þá í samstarfi við Fjármálaeftirlit.

KEA stofnaðili í Hofi

Formlegur stofnfundur Menningarfélagsins Hofs ses. var haldinn í dag, þegar þrjátíu og fjórir stofnaðilar undirrituðu skipulagsskrá félagsins og er KEA er einn af stofnaðilum þess.

KEA gefur FSA ómskoðunartæki

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti Sjúkrahúsinu á Akureyri 10 milljónir króna að gjöf til kaupa á ómskoðunartæki til notkunar á myndgreiningardeild.

KEA styrktir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, afhenti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að fjárhæð 2,5 milljónir króna.

KEA styrkir flygilkaup fyrir Þorgeirskirkju

KEA hefur afhent Þingeyskum sagnagarði styrk að fjárhæð 500.000 krónur sem renna til flygilkaupa fyrir Þorgeirskirkju. Flygillinn er af gerðinni Estonia og var kaupverð hans og fylgihluta um 2,2 milljónir króna.

KEA úthlutar sjö milljónum króna úr Háskólasjóði

Á háskólahátíðinni sem fram fór í Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri laugardaginn 14.júní sl. afhentu Kristján Möller, samgönguráðherra og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA sjö  milljónir króna úr Háskólasjóði KEA.