Fréttir

Samtök Atvinnnulífsins telja uppbyggingu Kjalvegar afskaplega mikilvæga framkvæmd

Kynntar hafa verið athuganir á gerð svokallaðs Norðurvegar. Veginum er ætlað að liggja frá Gullfossi um Kjöl milli Hofsjökuls og Langjökuls og tengjast hringveginum við Silfrastaði í Skagafirði. Sjá meira á www.nordurvegur.is

Sumarskóli RES og SIT – Fimmtán nemendur frá Bandaríkjunum á Akureyri

Nemendur á vegum Sumarskóla RES og School for International Training(SIT) hafa verið á Íslandi frá 11. júní sl. Hópurinn samanstendur afnemendum frá ýmsum háskólum í Bandaríkjunum og sækja þeir allir sjövikna námskeið sem ber heitið "Renewable Energy, Technology, andResource Economics" auk þess sem þeir sækja námskeið í íslensku. Sjá meira á www.res.is

KEA og UFA gera samning um Akureyrarhlaupið

Forsvarsmenn KEA og UFA undirrituðu í dag þriggja ára samstarfssamning vegna árlegs Akureyrarhlaups.  KEA mun verða aðalstyrktaraðili hlaupsins næstu þrjú ár og mun hlaupið heita Akureyrarhlaup KEA.

Frost tekur að sér stórt verkefni í Færeyjum

Kælismiðjan Frost ehf. hefur samið við Vestmanna Fiskavirki p/f um hönnun, afhendingu og uppsetningu á frysti og kælibúnaði fyrir nýja fiskvinnslu og 3000 tonna frystigeymslu í Vestmanna í Færeyjum.

Saga KEA kemur út á margmiðlunardiski

Félagsmenn KEA munu á næstu dögum fá að gjöf frá félaginu margmiðlunardisk þar sem sögu félagsins í 120 ár eru gerð skil í máli og myndum.  Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra á Minjasafninu á Akureyri fyrsta diskinn í dag, enda talið vel við hæfi að Minjasafnið tæki við fyrsta eintakinu þar sem forsvarsmenn KEA áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun safnsins.

KEA styrkir Fiskidaginn Mikla

Í morgun skrifuðu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir KEA og Júlíus Júlíusson „Fiskideginum mikla“ undir styrktarsamning sem felur í sér að KEA verður einn af aðalstyrktaraðilum „Fiskidagsins mikla“ 2007. 

Saga Capital opnar stofnfjármarkað - Miðlun upplýsinga og viðskipta með óskráða fjármálagerninga

Saga Capital Fjárfestingarbanki opnar í dag Saga Market en það er vettvangur þar sem nálgast má á aðgengilegan hátt upplýsingar um viðskipti og tilboð með hluti í Saga Capital og stofnbréf sparisjóða.

Meirihluti landsmanna hlynntur nýjum Kjalvegi

Capacent hefur unnið viðhorfskönnun fyrir Norðurveg um afstöðu gagnvart nýjum hálendisvegi um Kjöl. Um var að ræða símakönnun og var úrtakið 3200 manns. Þegar spurt var á landsvísu kom í ljós að 52,6% eru frekar eða mjög hlynnt að lagður verði heilsársvegur um Kjöl. 41% er mjög eða frekar andvíg framkvæmdinni.

KEA armkútar í sundlaugar og til leikskólabarna

KEA hefur á síðustu dögum sent KEA armkúta til leikskólabarna á félagssvæðinu sem og á alla sundstaði  þess. 

KPMG verðmetur Norðlenska

KEA,  á stærstan hlut í Norðlenska eða 45% hlutafjár. Samkvæmt hluthafasamkomulagi KEA og Búsældar – framleiðendafélags frá árinu 2004 er gert ráð fyrir að Búsæld eignist öll hlutabréf í Norðlenska og kveður það á um að fyrir mitt yfirstandandi ár taki Búsæld og KEA upp viðræður um kaup Búsældar á hlut KEA í Norðlenska.