Fréttir

KEA aðili að Vinum Hlíðarfjalls

Á morgun, miðvikudaginn 15. mars, kl. 16 verður undirritaður samstarfsamningur milli Hlíðarfjalls og Vina Hlíðarfjalls um stuðning við rekstur snjóframleiðslukerfisins í Hlíðarfjalli til næstu fimm ára.

Hagnaður KEA 263 milljónir á síðasta ári

Hagnaður varð af rekstri félagsins á tímabilinu og nam hann 263 millj. kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta.  Veltufé til rekstrar nam 26 millj. kr.Heildareignir félagsins nema 5.101 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar 840 millj. kr. Þar af tekjuskattsskuldbinding að fjárhæð 423 millj.kr.  Bókfært eigið fé er því 4.261 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 84%.

Hildingur ehf kaupir eignarhlut í Miðlun ehf

Hildingur ehf. hefur keypt eignarhlut í Miðlun ehf. og undirrita félögin í dag samkomulag um uppbyggingu á fullkomnu samskiptaveri á Akureyri. Samskiptaverið verður staðsett að Glerárgötu 36 og mun sinna verkefnum í símsvörun og úthringingum fyrir fyrirtæki og stofnanir um land allt.

Samkomulag um nýja starfsstöð og aukin umsvif IMG á Akureyri

Starfsemi IMG á Akureyri flyst í húsnæði KEA við Glerárgötu 36 um mitt ár 2006. Samkomulag fyrirtækjanna þar að lútandi var undirritað 1. mars sl.  Samhliða flutningunum mun IMG auka starfsemi og fjölga störfum á Akureyri.

KEA-kortið

KEA-kortið verður sent tæplega ellefu þúsund félagsmönnum KEA á næstu dögum. Kortið er í senn félagsskírteini og afsláttarkort en er ekki greiðslumiðill. Gegn framvísun KEA-kortsins geta félagsmenn tryggt sér afsláttarkjör sem fjöldi samstarfsaðila KEA býður, en auk þess að hafa aðgang að föstum afsláttum mun félagsmönnum bjóðast tímabundin sértilboð og önnur fríðindi. Samstarfaðilar KEA-kortsins eru á milli sjötíu og áttatíu en útsölustaðir eru mun fleiri.

Upphaf ehf stofnaðili að plastumbúðafyrirtæki

Hrafn Stefánsson, Upphaf ehf., dótturfélag KEA, og Tækifæri ehf. hafa stofnað hlutafélagið Plasteyri ehf. sem setur á laggirnar nýja verksmiðju um framleiðslu á plastumbúðum.  Fyrstu afurðirnar verða frauðplastkassar undir fiskútflutning og ýmis konar plastílát undir matvæli.  Starfsemin verður að Þórsstíg 4 á Akureyri, ráðgert er að 5-6 starfsmenn verði hjá félaginu í upphafi en tækjabúnaður verður settur upp í mars og framleiðsla hefst í kjölfarið. 

Ferðavinningar

Í dag voru dregin út nöfn 8 einstaklinga sem hafa skráð sig í félagiðfrá því í nóvember 2005. Þessir aðilar hlutu að gjöf flugferð fyrir tvo frá Akureyri til Kaupmannahafnar.

Nýtt merki

Í dag tekur KEA í notkun nýtt merki og fær um leið nýja ásýnd, m.a. verður ný heimasíða félagsins opnuð á netinu í dag.  Í áratugi hefur merki KEA, sem fagnar 120 ára afmæli þann 19. júní næstkomandi, verið hinn þekkti græni tígull, en tilvist hans má rekja allt aftur til ársins 1930 og hefur hann sett mikinn svip á bæjarmynd Akureyrar.  Sveinbjörn Jónsson hannaði tígulinn, en nýtt merki fyrir KEA var hannað hjá Ásprenti Stíl ehf.

KEA gefur minnisvarða

Laugardaginn 4. febrúar var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá því að samfellt starf verkalýðshreyfingarinnar við Eyjafjörð hófst, en Verkamannafélag Akureyrar, forveri Einingar-Iðju, var stofnað árið 1906. Af þessu tilefni var afhjúpaður minnisvarðinn “Samstaða” sem er gjöf KEA til hins vinnandi manns.

Tíu þúsund félagsmenn

Félagsmenn KEA eru nú orðnir 10.000 og hefur þeim fjölgað um rúm 25% á síðustu þremur mánuðum. Sérstaka athygli vekur að nýir félagsmenn dreifast hlutfallslega jafnt á starfssvæði KEA sem spannar Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Það hefur einnig verið ánægjulegt að sjá að félagsmenn eru á öllum aldri.