Fréttir

Ferðavinningar

Í dag voru dregin út nöfn 8 einstaklinga sem hafa skráð sig í félagiðfrá því í nóvember 2005. Þessir aðilar hlutu að gjöf flugferð fyrir tvo frá Akureyri til Kaupmannahafnar.

Nýtt merki

Í dag tekur KEA í notkun nýtt merki og fær um leið nýja ásýnd, m.a. verður ný heimasíða félagsins opnuð á netinu í dag.  Í áratugi hefur merki KEA, sem fagnar 120 ára afmæli þann 19. júní næstkomandi, verið hinn þekkti græni tígull, en tilvist hans má rekja allt aftur til ársins 1930 og hefur hann sett mikinn svip á bæjarmynd Akureyrar.  Sveinbjörn Jónsson hannaði tígulinn, en nýtt merki fyrir KEA var hannað hjá Ásprenti Stíl ehf.

KEA gefur minnisvarða

Laugardaginn 4. febrúar var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá því að samfellt starf verkalýðshreyfingarinnar við Eyjafjörð hófst, en Verkamannafélag Akureyrar, forveri Einingar-Iðju, var stofnað árið 1906. Af þessu tilefni var afhjúpaður minnisvarðinn “Samstaða” sem er gjöf KEA til hins vinnandi manns.

Tíu þúsund félagsmenn

Félagsmenn KEA eru nú orðnir 10.000 og hefur þeim fjölgað um rúm 25% á síðustu þremur mánuðum. Sérstaka athygli vekur að nýir félagsmenn dreifast hlutfallslega jafnt á starfssvæði KEA sem spannar Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Það hefur einnig verið ánægjulegt að sjá að félagsmenn eru á öllum aldri.

KEA birtir skýrslu um millilandaflug

KEA hefur birt skýrslu sem unnin var fyrir félagið um millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til Evrópu. Skýrslan var unnin af Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri fyrir KEA og hafa niðurstöður hennar nú þegar átt þátt í því að efla samgöngur til og frá svæðinu.

Skýrsla leiðir í ljós um 8% arðsemi af Vaðlaheiðargöngum

Samkvæmt skýrslu sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur á Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, hefur unnið fyrir Greiða leið ehf. – framkvæmdafélag vegna Vaðlaheiðarganga - um mat á þjóðhagslegri arðsemi Vaðlaheiðarganga - er þjóðhagslegur heildarábati gerðar ganganna um 1,2 milljarðar króna.

Vegna ályktunar Kaupmannasamtaka Akureyrar um fríðindakort KEA

Í ljósi mjög jákvæðra viðbragða verslunar- og þjónustuaðila á starfssvæði KEA gagnvart fyrirhugaðri útgáfu fríðindakorts kemur ályktun Kaupmannafélags Akureyrar á óvart. KEA hefur boðið öllum verslunar- og þjónustuaðilum á starfssvæði sínu aðild að kortinu og hafa viðbrögðin verið framar björtustu vonum.

Ánægja með Kaupdaga KEA og mikil fjölgun félagsmanna

Óhætt er að segja að samstarfsaðilar og félagsmenn í KEA hafi almennt verið mjög ánægðir með Kaupdaga KEA, sem efnt var til 23. nóvember til 18. desember á liðnu ári, og var umfang þeirra í samræmi við þær væntingar sem lagt var upp með.

Nýtt útgáfufélag kaupir allar eignir Vikudags

Hildingur ehf. sem er dótturfélag KEA, Kristján Kristjánsson, Birgir Guðmundsson og Ásprent Stíll hafa stofnað útgáfufélag sem keypt hefur allar eignir Vikudags á Akureyri og mun félagið hefja rekstur blaðsins frá og með áramótum.

KEA aðili að stofnun Bjarma líknarfélags ehf.

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, var stofnað á Akureyri Bjarmi líknarfélag ehf., sem er undirbúningsfélag að byggingu líknardeildar á Akureyri. Í framhaldi af stofnun félagsins er gert ráð fyrir að finna húsinu stað í bænum og setja af stað hönnunarvinnu, þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.