30. janúar, 2006
Félagsmenn KEA eru nú orðnir 10.000 og hefur þeim fjölgað um rúm 25% á síðustu þremur mánuðum. Sérstaka athygli vekur að nýir félagsmenn dreifast hlutfallslega jafnt á starfssvæði KEA sem spannar Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Það hefur einnig verið ánægjulegt að sjá að félagsmenn eru á öllum aldri.
27. janúar, 2006
KEA hefur birt skýrslu sem unnin var fyrir félagið um millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til Evrópu. Skýrslan var unnin af Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri fyrir KEA og hafa niðurstöður hennar nú þegar átt þátt í því að efla samgöngur til og frá svæðinu.
14. janúar, 2006
Samkvæmt skýrslu sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur á Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, hefur unnið fyrir Greiða leið ehf. – framkvæmdafélag vegna Vaðlaheiðarganga - um mat á þjóðhagslegri arðsemi Vaðlaheiðarganga - er þjóðhagslegur heildarábati gerðar ganganna um 1,2 milljarðar króna.
13. janúar, 2006
Í ljósi mjög jákvæðra viðbragða verslunar- og þjónustuaðila á starfssvæði KEA gagnvart fyrirhugaðri útgáfu fríðindakorts kemur ályktun Kaupmannafélags Akureyrar á óvart. KEA hefur boðið öllum verslunar- og þjónustuaðilum á starfssvæði sínu aðild að kortinu og hafa viðbrögðin verið framar björtustu vonum.
04. janúar, 2006
Óhætt er að segja að samstarfsaðilar og félagsmenn í KEA hafi almennt verið mjög ánægðir með Kaupdaga KEA, sem efnt var til 23. nóvember til 18. desember á liðnu ári, og var umfang þeirra í samræmi við þær væntingar sem lagt var upp með.
30. desember, 2005
Hildingur ehf. sem er dótturfélag KEA, Kristján Kristjánsson, Birgir Guðmundsson og Ásprent Stíll hafa stofnað útgáfufélag sem keypt hefur allar eignir Vikudags á Akureyri og mun félagið hefja rekstur blaðsins frá og með áramótum.
29. desember, 2005
Í dag, fimmtudaginn 29. desember, var stofnað á Akureyri Bjarmi líknarfélag ehf., sem er undirbúningsfélag að byggingu líknardeildar á Akureyri. Í framhaldi af stofnun félagsins er gert ráð fyrir að finna húsinu stað í bænum og setja af stað hönnunarvinnu, þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.
15. desember, 2005
KEA í samstarfi við Norðlenska hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna. Jón Oddgeir Guðmundsson veitti matarpokunum viðtökum í morgun úr hendi Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa KEA.
15. desember, 2005
Á ársfundi Háskólans á Akureyri í gær var kynnt staða mála við undirbúning Vísindagarða við skólann, en KEA hefur m.a. komið þar að málum. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, flutti erindi á ársfundinum um Vísindagarða og í hvaða farvegi undirbúningur þess máls væri.
12. desember, 2005
KEA og Sparisjóður Norðlendinga hafa tekið höndum saman og tryggt fjármögnun á fíkniefnaleitarhundi sem ætlaður er fyrir Norðurland. Markmiðið er að til Akureyrar fáist vel þjálfaður fíkniefnaleitarhundur, sem m.a. getur tekið þátt í leit fíkniefna á fjölmennum stöðum, s.s. á skemmtistöðum, útisamkomum o.s.frv.