Fréttir

Áttu góða hugmynd ? Nýsköpunarsamkeppni á www.upphaf.is

Fjárfestingafélagið Upphaf ehf. auglýsir eftir hugmyndum um nýsköpunarverkefni sem gætu komið til framkvæmda í Eyjafirði eða Þingeyjarsýslum.  Ekki er skilyrði að verkefnin séu alfarið bundin við svæðin og nægir að þau tengist þeim að hluta. Ekki er aðeins leitað eftir hugmyndum um sjálfstæð verkefni heldur getur líka verið um að ræða verkefni sem eru hluti af annarri starfsemi eða rekstri.  Verkefnin geta bæði verið á algeru byrjunarstigi eða lengra komin.

Ásprent Stíll og Prentstofan Stell sameinast

Rekstur Prentstofunnar Stell á Akureyri hefur verið sameinaður Ásprenti Stíl ehf. og hyggur hið sameinaða fyrirtæki á enn frekari sókn á prentmarkaði hér á landi. Prentstofan Stell verður rekin áfram sem sjálfstæð eining og mun innan tíðar flytjast í stærra húsnæði í Kaupangi. Með kaupunum styrkist samkeppnisstaða Ásprents Stíls gagnvart stærstu prentsmiðjunum á höfuðborgarsvæðinu enn frekar. 

Deildarfundir

Á næstu vikum verða haldnir aðalfundir í öllum deildum KEA.  Allir félagsmenn eru skráðir í deild eftir lögheimili og eru þeir hvattir til að mæta á fund í sinni deild.  

Fræðslufundur um hálendisveg yfir Kjöl

Norðurvegur ehf stendur fyrir kynningu á hugmyndum um nýjan veg yfir Kjöl.  Verkefnið verður kynnt auk þess sem boðið verður uppá fræðsluerindi tengd hálendisvegum og samgöngumálum almennt.

KEA aðili að Vinum Hlíðarfjalls

Á morgun, miðvikudaginn 15. mars, kl. 16 verður undirritaður samstarfsamningur milli Hlíðarfjalls og Vina Hlíðarfjalls um stuðning við rekstur snjóframleiðslukerfisins í Hlíðarfjalli til næstu fimm ára.

Hagnaður KEA 263 milljónir á síðasta ári

Hagnaður varð af rekstri félagsins á tímabilinu og nam hann 263 millj. kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta.  Veltufé til rekstrar nam 26 millj. kr.Heildareignir félagsins nema 5.101 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar 840 millj. kr. Þar af tekjuskattsskuldbinding að fjárhæð 423 millj.kr.  Bókfært eigið fé er því 4.261 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 84%.

Hildingur ehf kaupir eignarhlut í Miðlun ehf

Hildingur ehf. hefur keypt eignarhlut í Miðlun ehf. og undirrita félögin í dag samkomulag um uppbyggingu á fullkomnu samskiptaveri á Akureyri. Samskiptaverið verður staðsett að Glerárgötu 36 og mun sinna verkefnum í símsvörun og úthringingum fyrir fyrirtæki og stofnanir um land allt.

Samkomulag um nýja starfsstöð og aukin umsvif IMG á Akureyri

Starfsemi IMG á Akureyri flyst í húsnæði KEA við Glerárgötu 36 um mitt ár 2006. Samkomulag fyrirtækjanna þar að lútandi var undirritað 1. mars sl.  Samhliða flutningunum mun IMG auka starfsemi og fjölga störfum á Akureyri.

KEA-kortið

KEA-kortið verður sent tæplega ellefu þúsund félagsmönnum KEA á næstu dögum. Kortið er í senn félagsskírteini og afsláttarkort en er ekki greiðslumiðill. Gegn framvísun KEA-kortsins geta félagsmenn tryggt sér afsláttarkjör sem fjöldi samstarfsaðila KEA býður, en auk þess að hafa aðgang að föstum afsláttum mun félagsmönnum bjóðast tímabundin sértilboð og önnur fríðindi. Samstarfaðilar KEA-kortsins eru á milli sjötíu og áttatíu en útsölustaðir eru mun fleiri.

Upphaf ehf stofnaðili að plastumbúðafyrirtæki

Hrafn Stefánsson, Upphaf ehf., dótturfélag KEA, og Tækifæri ehf. hafa stofnað hlutafélagið Plasteyri ehf. sem setur á laggirnar nýja verksmiðju um framleiðslu á plastumbúðum.  Fyrstu afurðirnar verða frauðplastkassar undir fiskútflutning og ýmis konar plastílát undir matvæli.  Starfsemin verður að Þórsstíg 4 á Akureyri, ráðgert er að 5-6 starfsmenn verði hjá félaginu í upphafi en tækjabúnaður verður settur upp í mars og framleiðsla hefst í kjölfarið.