Fréttir

KEA hagnaðist um 133 milljónir króna á fyrri hluta ársins

Hagnaður varð af rekstri KEA á fyrri hluta ársins 2006 og nam hann 133 millj.kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta.  Hreinar rekstrartekjur námur 242 millj.kr. og rekstrarkostnaður var 52 millj.kr.  Á tímabilinu veitti félagið 23 millj.kr. í styrki.  Hagnaður fyrir reiknaða skatta nam því 167 millj.kr.

KEA styrktaraðili Fiskidagsins mikla

Í dag var undirritaður samningur á milli KEA og Fiskidagsins mikla sem felur í sér öflugri aðkomu KEA að Fiskideginum en áður hefur verið.   Fiskidagurinn mikli er haldinn í sjötta sinn í ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að frá upphafi hafi markmiðið með þessum degi verið að fá fólk til þess að koma saman, hafa gaman, borða fisk og að allt á hátíðarsvæðinu sé frítt, matur skemmtun og afþreying.  Hann segir jafnframt að aðkoma KEA skipti miklu máli við undirbúning og framkvæmd Fiskidagsins.

KEA aðalbakhjarl HSÞ og styrktaraðili landsmóts UMFÍ

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Laugum í Þingeyjarsveit vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður þar um verslunarmannahelgina.  Í tengslum við endurbyggingu frjálsíþróttavallarins hafa HSÞ og KEA gert með sér samkomulag um stuðning KEA við frjálsíþróttastarf HSÞ. Stuðningurinn felst í því að KEA gefur allan  nauðsynlegan búnað á völlinn til að hægt sé að að stunda þar æfingar og keppni við besta aðbúnað. "Þessi aðkoma KEA er einstaklega höfðingleg og gerir okkur kleyft að opnna þennan völl með glæsibrag og ekki síður er okkur mikilvægt að eignast svona sterkan bakhjarl frjálsíþróttastarfs okkar sem stendur nú með miklum blóma." segir Arnór Benónýsson formaður HSÞ.  

Skrifstofur KEA flytja

Mánudaginn 10. júlí mun aðsetur KEA flytjast úr Hafnarstræti 91 á 4. hæð í Glerárgötu 36.  Vegna flutninganna verða skrifstofurnar lokaðar frá kl.14 í dag mánudag en opna í Glerárgötu kl. 9 á morgun þriðjudag.

Undirbúningur Vaðlaheiðaganga í fullum gangi

Undirbúningsvinnu vegna gerðar jarðganga undir Vaðlaheiði miðar vel og er unnið að þeim á mörgum vígstöðvum. Á aðalfundi Greiðrar leiðar ehf., framkvæmdafélags vegna gerðar Vaðlaheiðarganga, á Akureyri 29. júní, var gerð grein fyrir stöðu undirbúningsvinnu vegna jarðgangagerðarinnar það sem af er þessu ári.

KEA fjárfestir í Orkuvörðum ehf

Stjórn KEA samþykkti á stjórnarfundi í gær að fjárfest yrði fyrir tuttugu milljónir króna í Orkuvörðum ehf með þeim fyrirvara að áætlanir varðandi heildarfjármögnun gangi eftir.Orkuvörður ehf er félag sem stofnað hefur verið um rekstur sjálfstætt starfandi Orkuháskóla á Akureyri þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlega orkugjafa. 

KEA aðalbakhjarl Listasumars 2006

Samhliða því að  Listasumar á Akureyri var sett í dag var skrifað undir samning við KEA sem er aðalbakhjarl Listasumars að þessu sinni. Þetta er í 14. sinn sem efnt er til þessarar listahátíðar í bænum en umfang Listasumars hefur aukist jafnt og þétt. Það er nú glæsilegra en nokkru sinni fyrr og nær til ríflega 200 viðburða í bænum. Listasumri lýkur 26. ágúst með Akureyrarvöku, allsherjarlistavöku í miðbæ Akureyrar, þar sem öllu er til tjaldað með uppákomum af ýmsu tagi, ásamt því að verslanir og söfn verða opin fram eftir nóttu.

KEA færir FSA veglega gjöf

Í tilefni af því að 120 ár eru í dag liðin frá stofnun KEA færir félagið Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fullkomið færanlegt ómskoðunartæki að gjöf.  Af þessu tilefni heimsækir Dorrit Moussaieff forsetafrú Fjórðungssjúkrahúsið og afhendir gjöfina fyrir hönd KEA.  Verðmæti tækisins er 5 milljónir króna.  

KEA 120 ára

Í dag 19. júní er KEA 120 ára.  KEA er eitt af elstu starfandi fyrirtækum á Íslandi.  Upphaf sögu KEA má rekja til fundar á Grund í Eyjafirði þann 19. júní 1886 þegar hópur manna kom saman og stofnaði Pöntunarfélag Eyjafjarðar, en hálfu ári síðar var nafninu breytt í Kaupfélag Eyfirðinga.  Upphaflegur tilgangur félagsins var að útvega félagsmönnum góðar vörur á hagkvæmu verði og þó að saga KEA spanni vítt svið og mikil umsvif er það svo að ennþá vinnur KEA í þágu félagsmanna með hliðstæðum hætti, m.a. annars með öflun viðskiptakjara í gegnum KEA kortið.  KEA er í dag fjárfestingarfélag sem vinnur í þágu eigenda sinna að eflingu atvinnulífs og búsetuskilyrða á starfssvæði sínu.  

Upphaf veitir Nýsköpunarhugmyndum verðlaun

Þrenn verðlaun voru veitt í nýsköpunarsamkeppni Upphafs ehf. en félagið kynnti samkeppnina í apríl síðastliðnum og rann umsóknafrestur út þann 10. maí.  Alls bárust 34 umsóknir í keppnina og valdi dómnefd þrjár af þeim í verðlaunasæti.Fyrstu verðlaun, kr. 300.000.- hlutu Björn Gíslason og Ægir Örn Leifsson fyrir hugmyndina Myndabankinn en verkefnið snýr að miðlægri vistun ljósmynda fyrir einstaklinga og fyrirtæki auk annarrar virðisaukandi þjónustu.