Fréttir

KEA færir FSA veglega gjöf

Í tilefni af því að 120 ár eru í dag liðin frá stofnun KEA færir félagið Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fullkomið færanlegt ómskoðunartæki að gjöf.  Af þessu tilefni heimsækir Dorrit Moussaieff forsetafrú Fjórðungssjúkrahúsið og afhendir gjöfina fyrir hönd KEA.  Verðmæti tækisins er 5 milljónir króna.  

KEA 120 ára

Í dag 19. júní er KEA 120 ára.  KEA er eitt af elstu starfandi fyrirtækum á Íslandi.  Upphaf sögu KEA má rekja til fundar á Grund í Eyjafirði þann 19. júní 1886 þegar hópur manna kom saman og stofnaði Pöntunarfélag Eyjafjarðar, en hálfu ári síðar var nafninu breytt í Kaupfélag Eyfirðinga.  Upphaflegur tilgangur félagsins var að útvega félagsmönnum góðar vörur á hagkvæmu verði og þó að saga KEA spanni vítt svið og mikil umsvif er það svo að ennþá vinnur KEA í þágu félagsmanna með hliðstæðum hætti, m.a. annars með öflun viðskiptakjara í gegnum KEA kortið.  KEA er í dag fjárfestingarfélag sem vinnur í þágu eigenda sinna að eflingu atvinnulífs og búsetuskilyrða á starfssvæði sínu.  

Upphaf veitir Nýsköpunarhugmyndum verðlaun

Þrenn verðlaun voru veitt í nýsköpunarsamkeppni Upphafs ehf. en félagið kynnti samkeppnina í apríl síðastliðnum og rann umsóknafrestur út þann 10. maí.  Alls bárust 34 umsóknir í keppnina og valdi dómnefd þrjár af þeim í verðlaunasæti.Fyrstu verðlaun, kr. 300.000.- hlutu Björn Gíslason og Ægir Örn Leifsson fyrir hugmyndina Myndabankinn en verkefnið snýr að miðlægri vistun ljósmynda fyrir einstaklinga og fyrirtæki auk annarrar virðisaukandi þjónustu.  

KEA einn af stofnaðilum Starfsendurhæfingar Norðurlands

Starfsendurhæfing Norðurlands hefur undirritað þjónustusamning við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um starfsendurhæfingu fyrir 21 einstakling á ári, sá samningur er til þriggja ára.Markmið starfsendurhæfingarinnar er að bjóða fólki með skerta starfsgetu, af ýmsum orsökum, uppá starfsendurhæfingu. Starfsendurhæfingin er heildstæð lausn á vanda hvers þátttakanda. Unnið er með heilbrigðs-, félags- og sálræna þætti auk þess sem boðið er uppá nám á framhaldsskólastigi.

KEA úthlutar 4,8 milljónum úr Menningar- og viðurkenningasjóði

KEA úthlutaði í dag styrkjum úr tveimur flokkum Menningar- og viðurkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta afhenti styrkina við athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri.

Úthlutun í Menningar- og viðurkenningasjóði

Í dag kl. 16:00 fer fram úthlutun úr  Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.  Annars vegar verður úthlutað í flokki íþróttastyrkja og hins vegar í flokki ungra afreksmanna.  Athöfnin fer fram í Ketilhúsinu á Akureyri.

KEA úthlutar 5 milljónum króna úr Háskólasjóði

Á aðalfundi KEA þann 6. maí síðastliðinn var tilkynnt um úthlutun úr Háskólasjóði KEA árið 2006. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, afhenti styrkina við formlega athöfn í húsnæði Háskólans á Borgum í dag.

Á fjórða tug hugmynda bárust í nýsköpunarsamkeppni Upphafs

Fjárfestingafélagið Upphaf ehf. kynnti í apríl síðastliðnum nýsköpunarsamkeppni sem félagið efndi til. Upphaf er fjárfestingarfélag í eigu KEA sem sinnir framtaks- og nýsköpunarverkefnum og tekur meðal annars þátt í þróun og útfærslu viðskiptahugmynda, frumframleiðslu og fyrstu skrefum markaðssetningar.

Stjórn KEA kjörin á aðalfundi í dag

Aðalfundur KEA var haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri í dag en auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Arngrímur Jóhannsson erindi á fundinum undir yfirskriftinni “Uppbygging íslensks fyrirtækis á erlendum markaði”.   Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar eftir aðalfund var Hannes Karlsson kjörinn formaður stjórnar.

Hildingur kaupir hlut í Slippnum

Hlutafé í Slippnum Akureyri hefur verið aukið umtalsvert og er heildarvirði þess eftir aukningu 90 mkr.  Stærsti hluthafinn er Naustatangi sem er í eigu Málningar, Fjárfestingarfélagsins Fjarðar, stjórnenda Slippsins og fleiri aðila.  Með hlutafjáraukningunni kemur Hildingur inn sem nýr eignaraðili og verður næststærsti hluthafinn.  Auk Naustatanga og Hildings eru sjö aðilar með smærri eignarhluti í Slippnum Akureyri.