Fréttir

KEA styður Hjálparstarf kirkjunnar

Um helgina stóð yfir söfnun  á Akureyri þar sem fjármunum var safnað til styrktar Hjálparstarfs kirkjunnar.   KEA tók þátt í söfnunni og  færði Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna.

Menntamálaráðherra afhendir styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Menntamálaráðherra,  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhenti í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri.  Að þessu sinni hlutu 22 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 5 milljónir króna.

Hildingur kaupir eignarhlut í Frost

Kælismiðjan Frost ehf. hefur eignast þriðjungs hlut í fyrirtækinu P/f Frost í Færeyjum og hafa félögin samið um náið samstarf í framtíðinni.  Jafnframt hefur Hildingur ehf. keypt sig inn í Fjárfestingarfélagið Sylgju ehf. sem á 20% hlut í Kælismiðjunni Frosti.  Aðrir eigendur Kælismiðjunnar Frosts eru starfsmenn hjá félaginu, sem eiga 60% hlut og Fjárfestingafélagið Fjörður ehf. sem á 20% hlut. 

Samstarfsyfirlýsing KEA og Akureyrarbæjar

KEA og Akureyrarbær hafa staðfest samstarfsyfirlýsingu, sem hefur fyrst og fremst að markmiði að stuðla að uppbyggingu þekkingarþorps á svæði Háskólans á Akureyri.

120 styrkumsóknir bárust í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsti í september eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA.  Auglýst var eftir umsóknum í tveimur flokkum, í flokki almennra styrkja og í flokki þátttökuverkefna.

Hildingur ehf kaupir 44% hlut í Sandblæstri og málmhúðun hf

Fjárfestingarfélagið Hildingur ehf. hefur keypt 44% hlut í Sandblæstri og málmhúðun hf. og er nú stærsti hluthafinn í félaginu.  Tveir stjórnendur hjá félaginu hafa aukið sinn eignarhlut og eiga 18% hvor, það eru Tómas Ingi Jónsson, fjármálastjóri félagsins og Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri Ferro Zink, sem er dótturfélag Sandblásturs og málmhúðunar í Hafnarfirði.

Hildingur með 25% hlut í SAGA – nýju fyrirtæki á fjármálamarkaði með höfuðstöðvar á Akureyri

Hildingur ehf., dótturfélag KEA, er kjölfestufjárfestir í nýjasta fyrirtækinu á íslenskum fjármálamarkaði, sem hefur hlotið nafnið SAGA og verður það með höfuðstöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að starfsemi félagsins hefjist vorið 2007.

KEA býður til “Norðlenskrar tónlistarveislu” !

Föstudaginn 6. október kl. 21:00 býður KEA til “Norðlenskrar tónlistarveislu” í Akureyrarkirkju.  Fjöldi þekktra tónlistarmanna á öllum aldri mun koma fram og er hugmyndin að Akureyringar og nærsveitamenn geti hlýtt á brot af því besta sem norðlenskir tónlistarmenn hafa fram að færa. 

Auglýst eftir styrkumsóknum

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.  Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka:

Upphaf og Tækifæri sameinast

Stjórnir og hluthafafundir fjárfestingarfélaganna Tækifæris hf. og Upphafs ehf. hafa samþykkt samruna félaganna undir merkjum Tækifæris hf.  Eftir samrunann mun KEA eiga 34% eignarhlut í Tækifæri hf.   Eigið fé hins sameinaða fjárfestingarfélags er tæpar  700 milljónir króna, fjárfestingageta hins sameinaða félags er umtalsverð en þetta félags verður eitt stærsta fjárfestingarfélag sinnar tegundar á landinu.