07. júní, 2007
Capacent hefur unnið viðhorfskönnun fyrir Norðurveg um afstöðu gagnvart nýjum hálendisvegi um Kjöl. Um var að ræða símakönnun og var úrtakið 3200 manns.
Þegar spurt var á landsvísu kom í ljós að 52,6% eru frekar eða mjög hlynnt að lagður verði heilsársvegur um Kjöl. 41% er mjög eða frekar andvíg framkvæmdinni.
04. júní, 2007
KEA hefur á síðustu dögum sent KEA armkúta til leikskólabarna á félagssvæðinu sem og á alla sundstaði þess.
04. júní, 2007
KEA, á stærstan hlut í Norðlenska eða 45% hlutafjár. Samkvæmt hluthafasamkomulagi KEA og Búsældar – framleiðendafélags frá árinu 2004 er gert ráð fyrir að Búsæld eignist öll hlutabréf í Norðlenska og kveður það á um að fyrir mitt yfirstandandi ár taki Búsæld og KEA upp viðræður um kaup Búsældar á hlut KEA í Norðlenska.
01. júní, 2007
Stjórn KEA hefur breytt skipulagi félagsins á þann hátt að áhersla er lögð á einstakar fjárfestingategundir í stað þess að leggja áherslur á einstök fjárfestingarfélög sem eru í eigu KEA. Fjárfestingaflokkar hafa verið skilgreindir og eru þeir einkafjármögnun (private equity), framtaksfjármögnun (venture capital), innviðafjárfestingar (infrastructure investments) og stöðutaka (capital market activities).
18. maí, 2007
KEA úthlutaði í dag styrkjum úr tveimur flokkum Menningar- og viðurkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrkina í dag.
18. maí, 2007
Fram til þessa hefur Hreinsitækni verið í eigu einstaklinga, en nýlega gekk Hildingur, dótturfélag KEA frá kaupum á fjórðungshlut í félaginu. Með innkomu Hildings í félagið er lagður grunnur að frekari umsvifum Hreinsitækni.
Hreinsitækni hefur eignast allt hlutafé í Holræsahreinsun. Félögin verða sameinuð undir nafni Hreinsitækni. Nýtt og sameinað félag ræður yfir mjög öflugum og sérhæfðum tækjakosti til að þjónusta gatna- og lagnakerfi sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.
09. maí, 2007
RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science ) tók formlega til starfa með opnunarhátíð í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Skólinn er afrakstur fjögurra ára undirbúningsferlis og verður alþjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
03. maí, 2007
Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi. Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna.
03. maí, 2007
Stjórn Greiðrar leiðar ehf. boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu könnun varðandi Vaðlaheiðargöng. Fram kom í máli stjórnarinnar á fundinum að það vantaði vilja ríkisstjórnar til að hefja framkvæmdir.
30. apríl, 2007
RES The School for Renewable Energy Science undirritar samstarfsyfirlýsingar við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Íslenskar orkurannsóknir