04. júní, 2007
KEA, á stærstan hlut í Norðlenska eða 45% hlutafjár. Samkvæmt hluthafasamkomulagi KEA og Búsældar – framleiðendafélags frá árinu 2004 er gert ráð fyrir að Búsæld eignist öll hlutabréf í Norðlenska og kveður það á um að fyrir mitt yfirstandandi ár taki Búsæld og KEA upp viðræður um kaup Búsældar á hlut KEA í Norðlenska.
01. júní, 2007
Stjórn KEA hefur breytt skipulagi félagsins á þann hátt að áhersla er lögð á einstakar fjárfestingategundir í stað þess að leggja áherslur á einstök fjárfestingarfélög sem eru í eigu KEA. Fjárfestingaflokkar hafa verið skilgreindir og eru þeir einkafjármögnun (private equity), framtaksfjármögnun (venture capital), innviðafjárfestingar (infrastructure investments) og stöðutaka (capital market activities).
18. maí, 2007
KEA úthlutaði í dag styrkjum úr tveimur flokkum Menningar- og viðurkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrkina í dag.
18. maí, 2007
Fram til þessa hefur Hreinsitækni verið í eigu einstaklinga, en nýlega gekk Hildingur, dótturfélag KEA frá kaupum á fjórðungshlut í félaginu. Með innkomu Hildings í félagið er lagður grunnur að frekari umsvifum Hreinsitækni.
Hreinsitækni hefur eignast allt hlutafé í Holræsahreinsun. Félögin verða sameinuð undir nafni Hreinsitækni. Nýtt og sameinað félag ræður yfir mjög öflugum og sérhæfðum tækjakosti til að þjónusta gatna- og lagnakerfi sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.
09. maí, 2007
RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science ) tók formlega til starfa með opnunarhátíð í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Skólinn er afrakstur fjögurra ára undirbúningsferlis og verður alþjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
03. maí, 2007
Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi. Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna.
03. maí, 2007
Stjórn Greiðrar leiðar ehf. boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu könnun varðandi Vaðlaheiðargöng. Fram kom í máli stjórnarinnar á fundinum að það vantaði vilja ríkisstjórnar til að hefja framkvæmdir.
30. apríl, 2007
RES The School for Renewable Energy Science undirritar samstarfsyfirlýsingar við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Íslenskar orkurannsóknir
26. apríl, 2007
Í dag afhenti Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, fimm milljónir króna úr Háskólasjóði KEA. Athöfnin fór fram á Borgum, rannsóknar og nýsköpunarhúsi, við Norðurslóð.
21. apríl, 2007
Miðlun ehf hefur keypt rekstur PSN Samskipti ehf og Greiningahússins ehf. Þar með býður Miðlun þjónustu við vinnslu úrtaka og greiningu markhópa og eflir ennfremur samskiptaver og kannanasvið félagsins.