Fréttir

Aðalfundir deilda KEA

Aðalfundir deilda KEA verða haldnir sem hér segir:  Deildarfundur Út – Eyjafjarðardeildarverður haldinn þriðjudaginn 23. mars kl. 16:30 í Safnaðarheimilinu í Dalvíkurkirkju. Deildarfundur Austur – Eyjafjarðardeildar verður haldinn þriðjudaginn 23.…

Jón Steindór Árnason til KEA

KEA hefur ráðið Jón Steindór Árnason sem fjárfestingastjóra með áherslu á fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum. Jón Steindór er 45 ára gamall viðskiptafræðingur með M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands.  Hann er með 20 ára reynslu á íslenskum fjármálamar…

KEA styrkir Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA hefur afhent Jólaaðstoðinni á Akureyri styrk að upphæð 750 þúsund kr. Allt frá árinu 2013 hefur Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparsta…

Úthlutun úr Menningar-og viðurkenningasjóði KEA

KEA hefur afhent styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins. Þetta var í 87. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Úthlutað var 13,5 milljónum króna til 46 aðila. Vegna sóttvarnarsjónarmiða fór engin eiginleg athöfn fram að þessu sinni.…

KEA auglýsir eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningarsjóð

Styrkúhlutun tekur til eftirfarandi flokka: 1. Menningar- og samfélagsverkefni. Um er að ræða styrki til einstaklinga, þar á meðal ungs fólks, félaga eða hópa sem skara fram úr eða vinna að mikilvægum mennta- og menningarmálum á félagssvæðinu. Um er…

Breytingar á eignarhaldi og starfsemi Ásprents

Útgáfufélagið ehf. sem er að 67% í eigu KEA hefur keypt miðlastarfsemi Ásprents en undir hana fellur útgáfa á Dagskránni, Skránni og Vikublaðinu. Verða miðlarnir gefnir út í sömu mynd og verið hefur og mun Ásprent annast prentun þeirra. Samhliða þes…

Aðalfundur KEA 2020

Aðalfundur KEA verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 11. júní  kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur sem óskað er eftir að verði afgreiddar á fundinum skulu berast stjórn s…

Hagnaður KEA 81 mkr. á síðasta ári

Stjórn félagsins hefur samþykkt ársreikning félagsins fyrir síðasta ár en þar kemur fram að hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári upp á 81 milljón króna en tap var upp á 128 milljónir króna árið áður. Hreinar fjárfestingatekjur námu rúmum …

Vegna frestunar aðalfundar KEA

Þegar boðuðum aðalfundi sem halda átti 2. apríl nk. hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þangað til að sóttvarnarreglur gefa færi á því að halda fundinn.  Fundartími verður auglýstur síðar.

Lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu KEA

Vegna COVID-19 hefur verið lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu KEA. Hægt er að hringja eða senda erindi á netfangið kea@kea.is sem og að senda tölvupóst beint til starfsmanna en netföng þeirra má nálgast á heimasíðu félagsins.